Vá hvað tíminn líður hratt, trúi því varla að það er meira en vika síðan ég bloggaði síðast. Ég ætla ekki að fara að rekja það hvernig vikan var hjá mér, finnst það frekar tilgangslaust og innantómt, fyrirgefið. Ég vil frekar koma með pælingar og hugleiðingar sem skilur eitthvað eftir hjá fólki.
En áður en ég kem með eina hugleiðingu verð ég samt að segja frá helginni minni, hún var frábær og skemmtileg. Á föstudaginn hitti Arndís vinkona mín mig strax eftir vinnu og við fórum að versla í matinn vegna þess að við ætluðum að elda saman heima hjá mér. Elduðum við voða góðan pastarétt með pastasósu, og horfðum á One Tree Hill :-) Eftir það fórum við og Elísabet, leigðum spólu og fórum heim til Arndísar. Horfðum við á myndina Guess Who sem var mjög fyndin og skemmtileg mynd.
Um helgina var Kristkirkjan með mót í Vindáshlíð fyrir unglinganna og þess vegna var ekki unglingasamkoma á föstudaginn eins og venjulega. Fyrst ætlaði ég ekki á mótið, en svo ákvað ég að kíkja við á laugardeginum en síðan endaði það með að ég gisti líka. Elísabet kom með mér og pabbi keyrði okkur þangað. Ég hef aldrei komið í Vindáshlíð þannig að það var gaman að koma þangað. Þar voru saman komin um 30 unglingar. Við skemmtum okkur vel, farið var í brennó, spilað, talað saman, hjálpað til í eldhúsinu og fleira. Haldnar voru tvær samkomur á laugardeginum, eina eftir hádegið og aðra lengri um kvöldið, sem var bara frábært. Í byrjun kvöldsamkomunnar sýndu stelpurnar geðveikt flottan dans við lagið “Love is the movement” með Switchfoot og síðan spiluðu Böddi, Jasser, Pétur, Alli og Siggi í Darling Hiroko þrjú frábær lög. Á samkomunni var sungið mikið og lofað Guð, sérstaklega eftir prédíkunina, en prédíkarinn heitir Jóhannes minnir mig. Það sem var pínu fyndið var að hann prédíkaði um sama efnið og Ingvar unglingaleiðtogi hafði talað um á fyrri samkomunni, eða um Daníel, hvað hann var trúfastur Guði og stóð á sínu, vildi ekki saurga sig á mat konungsins og þá launaði Guð honum og vini hans fyrir það. Jóhannes og Ingvar voru samt með pínu mismunandi áherslur, þannig að það var ekki alveg eins.
Ástæðan fyrir því að ég ætlaði fyrst ekki að gista er að ég sef ekki vel annars staðar, bara heima hjá mér, en svo ákvað ég að gista í eina nótt, það ætti að vera allt í lagi, ég myndi alveg lifa það af ;-) Ég var með þeim fyrstu sem fóru að sofa og það tók mig um klukkutíma að sofna og síðan svaf ég bara í fjóra og hálfan tíma, vaknaði um morgunin þegar smá umgangur varð klukkan hálf átta. Eftir það vaknaði ég og sofnaði til skiptis til klukkan 9. En vakningin var ekki fyrr en hálf tíu. Þó að ég var ein í herbergi gekk nóttin ekki vel, og ég var þreytt en ég hefði ekki viljað missa af mótinu J Eftir morgunmatinn var haldin smá samverustund áður en við gerðum hreint í húsinu og fórum síðan heim. Það var mjög gaman á mótinu og ég kynntist krökkunum betur.
Þetta er orðið frekar langt blogg og ég á enn þá eftir að koma með hugleiðinguna sem ég ætlaði að vera með. Held að ég bíði með hana þangað til næst. Hún verður bara betri þess vegna :-)
No comments:
Post a Comment