Jæja núna er ég búin að bæta inn lista af síðunum mínum og eru þær allar á ensku. Sumar síður uppfæri ég við og við, en aðrar hef ég ekki uppfært lengi.
Mér líður betur núna, held ég fari bara í vinnuna á morgun. Nenni eiginlega ekki að hanga meira heima, þó að það sé mjög fínt.
Segi annars ekki mikið, hef sitið upp í sófa og verið á tölvunni og að sauma litlu krosssaums-myndina mína :-) og það gengur bara ágætlega, á einn þriðja eftir af myndinni. Mér finnst svo gaman að sauma en geri allt of lítið af því.
Í morgun þegar ég hafði mína daglega morgunstund, þá las ég Orðskvið 19, vegna þess að í dag er 19. mars og ég nota Orðskviðina eins og dagatal. Og þar fann ég nokkur gullkorn sem mig langar að deila með ykkur
Orðskviður 19
vers 2: Kapp er best með forsjá, og sá sem hraðar sér, misstígur sig.
vers 20: Hlýð þú ráðum og tak umvöndun, til þess að þú verður vitur eftirleiðis.
vers 21: Mörg eru áformin í mannshjartanu, en ráðsályktun Drottins stendur.
13 Substitute for Egg in Box Cake Mix
1 year ago
No comments:
Post a Comment