Wednesday, March 15, 2006



ég er enn þá veik þannig að ég hef ekki mikið að segja. ég er bara búin að hvíla mig mikið, skoða blöð, vera á netinu, gera smá kross-saum og horfa á sjónvarpið á kvöldin. Í gær skoðaði ég stórt brúðkaupsblað og fann ég drauma kjólinn minn! Hann er frekar líkur kjólnum sem ég teiknaði einu sinni nema bara miklu flottari og þess vegna féll ég fyrir honum. Síðan fór ég á netið og skoðaði fullt af síðum tengd brúðkaupi :-) Ég hef aldrei gert þetta áður svo það var mjög gaman. Bara svo að fólk fari ekki að miskilja eitthvað þá er ég ekki að fara að gifta mig á næstunni, á ekki einu sinni kærasta hvað þá trúlofuð ;-) Ég er að bíða eftir hinum rétta manni sem Guð hefur valið fyrir mig og á meðan nýt ég þess að vera einhleyp :-)

No comments: