Mér datt í hug að kynna mig, svona fyrir þá sem þekkja mig ekki. Ég heiti Jóhanna og verð tvítug í september. Ég á heima hjá pabba og mömmu í seljahverfinu og ég á eina yngri systur.
Ég útskrifaðist af náttúrufræðibraut úr MH núna um síðustu jól og er búin að vera vinna síðan eftir áramót í Nóatúni Austurveri, sem kassastarfsmaður. Langar samt að breyta til og fá mér aðra vinnu, sótti um fyrir helgi hjá Íslenskri erfðagreiningu þar sem pabbi minn vinnur. Þannig að nú er bara að sjá hvort ég fæ vinnu þar eða ekki.
Með framtíðarplönin mín, þá reikna ég með að byrja í háskólanum í haust og læra líffræði. Ég er búin að skipta frekar oft um skoðun, er svolítið óákveðin en held að ég sé loksins búin að ákveða líffræði, annars er ég búin að velja næstum allt innan raunvísindinnar.
ég er trúuð, ólst upp í kristinni fjölskyldu en frelsaðist samt ekki fyrr en í ágúst 2003. Núna síðasta árið hef ég sótt unglingasamkomur í Íslensku Kristkirkjunni(vil samt taka það fram að ég er ekki lútersk). Mér líkar mjög vel þarna, þess vegna hef ég haldið áfram að fara þangað. Unglingarnir eru svo frábærir, tóku vel á móti manni þegar ég og vinkona mín Guðrún komum þangað fyrst og ég hef eignast marga góða vini.
veit ekki meira hvað ég á að segja um sjálfan mig í bili, bæti örugglega við seinna...
13 Substitute for Egg in Box Cake Mix
1 year ago
No comments:
Post a Comment