Núna er ég búin að bæta inn linkum að bloggsíðum hjá sumum. Örvæntið ekki þótt að nafnið ykkar er ekki komið á listann, ég er enn þá að vinna í því. En ef nafnið ykkar kemur ekki að lokum og þið eigið bloggsíðu og þekkið mig þá endilega kommentið hjá mér og látið linkinn að bloggsíðunni ykkar fylgja með og þá mun ég bæta ykkur inn á listann. :-)
Í dag líður mér aðeins betur, fór í sturtu og svona. Vonandi kemst ég í vinnuna aftur á mánudaginn. Í kvöld horfði ég og mamma á Raise your voice með Hilary Duff. Myndin var mjög skemmtileg, pínu sorgleg í byrjun en endaði vel, ekta stelpumynd :-)
Læt fylgja með eitt vers
Þá mælti Jesús við lærisveina sína: Hver sem vill fylgja mér, afneiti sjálfum sér, taki kross sinn og fylgi mér. Því að hver sem vill bjarga lífi síni mun týna því og hver sem týnir lífi sínu mín vegna, mun finna það.
No comments:
Post a Comment