færslan á undan var bara svona prufa, núna ætla ég vonandi að segja eitthvað meira af viti.
Þessi helgi hefur ekki verið skemmtilegasta helgin mín, ég er búin að vera með mjög slæma tannpínu í þrjá daga núna vegna þess að efri endajaxlarnir eru að koma upp. Ofan á það er ég orðin lasin aftur. Þannig að ég bara búin að liggja í rúminu í gær og í dag, ekki spennandi-ég veit. Ég komst samt á unglingasamkomuna föstudagskvöldið, það var mjög gaman, lofaði Guð og hitti vini mína. Fór mjög snemma heim vegna þess að ég var frekar þreytt, var komin heim um 11. Langt síðan ég kom svo snemma heim. Reyndar fór ég ekki snemma að sofa, ekkert frekar en venjulega um helgar. Þannig að...
ég ákvað að láta fylgja með svona teiknuð mynd af manni með tannpínu, mér er meira að segja illt hægra megin eins og á myndinni.
No comments:
Post a Comment