Wednesday, March 29, 2006

Vá hvað tíminn líður hratt, trúi því varla að það er meira en vika síðan ég bloggaði síðast. Ég ætla ekki að fara að rekja það hvernig vikan var hjá mér, finnst það frekar tilgangslaust og innantómt, fyrirgefið. Ég vil frekar koma með pælingar og hugleiðingar sem skilur eitthvað eftir hjá fólki.
En áður en ég kem með eina hugleiðingu verð ég samt að segja frá helginni minni, hún var frábær og skemmtileg. Á föstudaginn hitti Arndís vinkona mín mig strax eftir vinnu og við fórum að versla í matinn vegna þess að við ætluðum að elda saman heima hjá mér. Elduðum við voða góðan pastarétt með pastasósu, og horfðum á One Tree Hill
:-) Eftir það fórum við og Elísabet, leigðum spólu og fórum heim til Arndísar. Horfðum við á myndina Guess Who sem var mjög fyndin og skemmtileg mynd.


Um helgina var Kristkirkjan með mót í Vindáshlíð fyrir unglinganna og þess vegna var ekki unglingasamkoma á föstudaginn eins og venjulega. Fyrst ætlaði ég ekki á mótið, en svo ákvað ég að kíkja við á laugardeginum en síðan endaði það með að ég gisti líka. Elísabet kom með mér og pabbi keyrði okkur þangað. Ég hef aldrei komið í Vindáshlíð þannig að það var gaman að koma þangað. Þar voru saman komin um 30 unglingar. Við skemmtum okkur vel, farið var í brennó, spilað, talað saman, hjálpað til í eldhúsinu og fleira. Haldnar voru tvær samkomur á laugardeginum, eina eftir hádegið og aðra lengri um kvöldið, sem var bara frábært. Í byrjun kvöldsamkomunnar sýndu stelpurnar geðveikt flottan dans við lagið “Love is the movement” með Switchfoot og síðan spiluðu Böddi, Jasser, Pétur, Alli og Siggi í Darling Hiroko þrjú frábær lög. Á samkomunni var sungið mikið og lofað Guð, sérstaklega eftir prédíkunina, en prédíkarinn heitir Jóhannes minnir mig. Það sem var pínu fyndið var að hann prédíkaði um sama efnið og Ingvar unglingaleiðtogi hafði talað um á fyrri samkomunni, eða um Daníel, hvað hann var trúfastur Guði og stóð á sínu, vildi ekki saurga sig á mat konungsins og þá launaði Guð honum og vini hans fyrir það. Jóhannes og Ingvar voru samt með pínu mismunandi áherslur, þannig að það var ekki alveg eins.

Ástæðan fyrir því að ég ætlaði fyrst ekki að gista er að ég sef ekki vel annars staðar, bara heima hjá mér, en svo ákvað ég að gista í eina nótt, það ætti að vera allt í lagi, ég myndi alveg lifa það af ;-) Ég var með þeim fyrstu sem fóru að sofa og það tók mig um klukkutíma að sofna og síðan svaf ég bara í fjóra og hálfan tíma, vaknaði um morgunin þegar smá umgangur varð klukkan hálf átta. Eftir það vaknaði ég og sofnaði til skiptis til klukkan 9. En vakningin var ekki fyrr en hálf tíu. Þó að ég var ein í herbergi gekk nóttin ekki vel, og ég var þreytt en ég hefði ekki viljað missa af mótinu J Eftir morgunmatinn var haldin smá samverustund áður en við gerðum hreint í húsinu og fórum síðan heim. Það var mjög gaman á mótinu og ég kynntist krökkunum betur.

Þetta er orðið frekar langt blogg og ég á enn þá eftir að koma með hugleiðinguna sem ég ætlaði að vera með. Held að ég bíði með hana þangað til næst. Hún verður bara betri þess vegna :-)

Tuesday, March 21, 2006


Ég kemst ekki yfir þetta og ég get ekki lýst því nóg með orðum þannig að þið verðið bara að sjá þetta myndband!! http://www.youtube.com/watch?v=QjA5faZF1A8 Mér finnst þetta alveg ótrúlegt og flott, vil samt ekki skemma fyrir ykkur með því að segja um hvað myndbandið er. Kíkið á þetta!! Og látið mig vita með því að kommenta hvað ykkur fannst um myndbandið! Ég segi bara VÁ!!!


Sunday, March 19, 2006

Jæja núna er ég búin að bæta inn lista af síðunum mínum og eru þær allar á ensku. Sumar síður uppfæri ég við og við, en aðrar hef ég ekki uppfært lengi.
Mér líður betur núna, held ég fari bara í vinnuna á morgun. Nenni eiginlega ekki að hanga meira heima, þó að það sé mjög fínt.
Segi annars ekki mikið, hef sitið upp í sófa og verið á tölvunni og að sauma litlu krosssaums-myndina mína :-) og það gengur bara ágætlega, á einn þriðja eftir af myndinni. Mér finnst svo gaman að sauma en geri allt of lítið af því.
Í morgun þegar ég hafði mína daglega morgunstund, þá las ég Orðskvið 19, vegna þess að í dag er 19. mars og ég nota Orðskviðina eins og dagatal. Og þar fann ég nokkur gullkorn sem mig langar að deila með ykkur

Orðskviður 19
vers 2: Kapp er best með forsjá, og sá sem hraðar sér, misstígur sig.
vers 20: Hlýð þú ráðum og tak umvöndun, til þess að þú verður vitur eftirleiðis.
vers 21: Mörg eru áformin í mannshjartanu, en ráðsályktun Drottins stendur.

Saturday, March 18, 2006



Núna er ég búin að bæta inn linkum að bloggsíðum hjá sumum. Örvæntið ekki þótt að nafnið ykkar er ekki komið á listann, ég er enn þá að vinna í því. En ef nafnið ykkar kemur ekki að lokum og þið eigið bloggsíðu og þekkið mig þá endilega kommentið hjá mér og látið linkinn að bloggsíðunni ykkar fylgja með og þá mun ég bæta ykkur inn á listann. :-)
Í dag líður mér aðeins betur, fór í sturtu og svona. Vonandi kemst ég í vinnuna aftur á mánudaginn. Í kvöld horfði ég og mamma á Raise your voice með Hilary Duff. Myndin var mjög skemmtileg, pínu sorgleg í byrjun en endaði vel, ekta stelpumynd :-)
Læt fylgja með eitt vers
Þá mælti Jesús við lærisveina sína: Hver sem vill fylgja mér, afneiti sjálfum sér, taki kross sinn og fylgi mér. Því að hver sem vill bjarga lífi síni mun týna því og hver sem týnir lífi sínu mín vegna, mun finna það.

Friday, March 17, 2006

ég var klukkuð af Hafdísi svo hérna kemur það loksins

4 störf sem ég hef unnið um ævina:

  • unglingavinnan
  • bæjarvinnan
  • pósturinn
  • nóatún

4 bíómyndir sem ég gæti horft á aftur og aftur:

  • The notebook
  • The prince and me
  • Princess diaries
  • Sound of music

4 staðir(lönd) sem ég hef búið á;

þar sem ég hef búið á fleiri en fjórum stöðum þá ætla ég að nefna löndin ;-)

  • Ameríka
  • Svíþjóð
  • England
  • Ísland :-)

4 sjónvarpsþættir sem mér líkar;

  • o.c.
  • one tree hill
  • c.s.i
  • Gilmore girls

4 síður sem ég skoða daglega fyrir utan bloggið;

  • gmail.com
  • myspace.com
  • google.com
  • og einhverjar bloggsíður samt ekki daglega

4 staðir sem ég hef heimsótt í fríum;

  • Kaupmannahöfn
  • New Jersey
  • Gautaborg
  • rétt fyrir utan Stockholm

4 matarkyns sem ég held upp á; .

  • spagetti
  • pizza
  • lambalæri með meðlæti
  • lasagne

4 staðir sem ég vildi heldur vera á núna;

  • á sólarströnd
  • í ameríku
  • í svíþjóð
  • með þér! Haha


Mér leiðist pínu :s það er föstudagur og ég er enn þá veik :-( Þannig að ég missi af samkomunni í kvöld. Síðan er sameiginlegi kirkjudagurinn á morgun þar sem allir unglingar, úr flest öllum kirkjum held ég, hittast í KFUM&KFUK á Holtaveginum. Dagskráin byrjar kl 2 að mig minnir, og þar verður t.d. hoppukastali

og fleira skemmtilegt. Samkoma byrjar kl 7 um kvöldið. Og ég kemst ekki heldur á það. Jæja það verður að hafa það. Ég ætti samt að hafa nóg að gera í kvöld og ekki leiðast, ég get horft á samkomuna í Fíló á netinu :-) eða horft á One Tree Hill o.fl. í sjónvarpinu.



Hafdís vinkona mín lét mig vita í gær að hún gæti ekki kommentað hjá mér. Ég hafði einmitt reynt að passa mig að stilla það þannig að allir gætu kommentað hérna en eitthvað gerði ég vitlaust. Ég tók burt orðastaðfestinguna til að sjá hvort fólk gæti kommentað núna. Og já það gengur!! :-) Þannig endilega kommentið!
Læt eina mynd fylgja með, finnst svo gaman að setja inn myndir, gerir færsluna líflegri :-)

Thursday, March 16, 2006


Mér datt í hug að koma með nokkur vers sem hafa talað til mín.

Hegðið yður eigi eftir öld þessari, heldur takið háttarskipti með endurnýjung hugarfarsins, svo að þér fáið að reyna hver sé vilji Guðs hið góða, fagra og fullkomna. Rómverjabréfið 12:2

Hugsið um það sem er hið efra en ekki um það sem á jörðunni er. Kólossubréfið 3:2

Gefið yður því Guði á vald, standið gegn djöflinum og þá mun hann flýja yður. Nálægið yður Guði og þá mun hann nálgast yður. Jakobsbréfið 4:7-8

og annað mjög gott vers

Því að ég þekki þær fyrirætlanir sem ég hefi í hyggju með yður - segir Drottinn - fyrirætlanir til heilla, en ekki til óhamingju, að veita yður vonarríka framtíð. Jeremía 29:11

Wednesday, March 15, 2006



eins og ég nefndi fyrr um daginn, þá frelsaðist ég í ágúst 2003. Í febrúar næsta ár tók ég niðurdýfingar skírn, eins og stendur í Biblíunni að maður eigi að gera. Mér datt í hug að setja inn
nokkrar myndir, þær eru því miður ekki mjög skýrar. Á fyrstu tveimur myndunum sést ég gefa vitnisburðinn minn. Ég skírðist í Fíladelfíu, söfnuðurinn sem ég var í þá, sem heitir Akurinn, fékk skírnarlaugina að láni. Og þetta er pabbi minn sem skírði mig.


ég er enn þá veik þannig að ég hef ekki mikið að segja. ég er bara búin að hvíla mig mikið, skoða blöð, vera á netinu, gera smá kross-saum og horfa á sjónvarpið á kvöldin. Í gær skoðaði ég stórt brúðkaupsblað og fann ég drauma kjólinn minn! Hann er frekar líkur kjólnum sem ég teiknaði einu sinni nema bara miklu flottari og þess vegna féll ég fyrir honum. Síðan fór ég á netið og skoðaði fullt af síðum tengd brúðkaupi :-) Ég hef aldrei gert þetta áður svo það var mjög gaman. Bara svo að fólk fari ekki að miskilja eitthvað þá er ég ekki að fara að gifta mig á næstunni, á ekki einu sinni kærasta hvað þá trúlofuð ;-) Ég er að bíða eftir hinum rétta manni sem Guð hefur valið fyrir mig og á meðan nýt ég þess að vera einhleyp :-)

Sunday, March 12, 2006

 
hérna er ein mynd af mér með útskriftarhúfuna þegar ég útskrifaðist Posted by Picasa
Mér datt í hug að kynna mig, svona fyrir þá sem þekkja mig ekki. Ég heiti Jóhanna og verð tvítug í september. Ég á heima hjá pabba og mömmu í seljahverfinu og ég á eina yngri systur.
Ég útskrifaðist af náttúrufræðibraut úr MH núna um síðustu jól og er búin að vera vinna síðan eftir áramót í Nóatúni Austurveri, sem kassastarfsmaður. Langar samt að breyta til og fá mér aðra vinnu, sótti um fyrir helgi hjá Íslenskri erfðagreiningu þar sem pabbi minn vinnur. Þannig að nú er bara að sjá hvort ég fæ vinnu þar eða ekki.
Með framtíðarplönin mín, þá reikna ég með að byrja í háskólanum í haust og læra líffræði. Ég er búin að skipta frekar oft um skoðun, er svolítið óákveðin en held að ég sé loksins búin að ákveða líffræði, annars er ég búin að velja næstum allt innan raunvísindinnar.
ég er trúuð, ólst upp í kristinni fjölskyldu en frelsaðist samt ekki fyrr en í ágúst 2003. Núna síðasta árið hef ég sótt unglingasamkomur í Íslensku Kristkirkjunni(vil samt taka það fram að ég er ekki lútersk). Mér líkar mjög vel þarna, þess vegna hef ég haldið áfram að fara þangað. Unglingarnir eru svo frábærir, tóku vel á móti manni þegar ég og vinkona mín Guðrún komum þangað fyrst og ég hef eignast marga góða vini.
veit ekki meira hvað ég á að segja um sjálfan mig í bili, bæti örugglega við seinna...

færslan á undan var bara svona prufa, núna ætla ég vonandi að segja eitthvað meira af viti.
Þessi helgi hefur ekki verið skemmtilegasta helgin mín, ég er búin að vera með mjög slæma tannpínu í þrjá daga núna vegna þess að efri endajaxlarnir eru að koma upp. Ofan á það er ég orðin lasin aftur. Þannig að ég bara búin að liggja í rúminu í gær og í dag, ekki spennandi-ég veit. Ég komst samt á unglingasamkomuna föstudagskvöldið, það var mjög gaman, lofaði Guð og hitti vini mína. Fór mjög snemma heim vegna þess að ég var frekar þreytt, var komin heim um 11. Langt síðan ég kom svo snemma heim. Reyndar fór ég ekki snemma að sofa, ekkert frekar en venjulega um helgar. Þannig að...

ég ákvað að láta fylgja með svona teiknuð mynd af manni með tannpínu, mér er meira að segja illt hægra megin eins og á myndinni.
ok núna ætla ég að reyna aftur að blogga, annars er mér greinilega ekki ætlað að skrifa neitt hér nema að setja inn myndir, vegna þess að ég hef reynt a.m.k. þrisvar að blogga en þá frýs fartölvan mín eða slekkur á sér og ég missi allt sem ég var búin að skrifa

ég bjó til þessa síðu fyrir tveimur árum síðan en svo bjó ég til aðra blogsíðu og gleymdi þessari. síðan ég hætti að nota blog.central síðuna mína ákvað ég að endurvekja þessa síðu og blogga aftur á íslensku. en vá hvað það er skrítið, ég er svo vön að blogga/skrifa á ensku(hin bloggsíðan mín er á ensku) vegna þess að ég á svo marga enskumælandi vini, heilinn minn er orðinn stilltur á ensku þegar ég fer á netið út af því að ég skoða mest síður á ensku o.fl.

Saturday, March 11, 2006


hérna er ein mynd frá því um áramótin, ég er að nota picasa til þess að setja inn myndir og ég kann bara að setja eina mynd í einu. Þarf að skoða þetta allt betur og læra á það Posted by Picasa
hérna er mynd af mér síðan á afmælinu mínu í fyrra þegar ég varð 19 ára! Posted by Picasa