Viðvörun: þetta er langt blogg þannig að ég skil ef þið nennið ekki að lesa þetta. Mest er bara bull, þ.e.a.s. bara það sem gerðist hjá mér um helgina. Langaði samt að skrifa um það. ;)
Ég veit að ég hef ekki bloggað lengi en ég gat bara ekki dottið neitt í hug, gat ekki komið með neina góða hugleiðingu. Það eina sem mér datt í hug að var skrifa um einmannaleika, en núna langar mig ekki að tala um einmannaleika ;) Þannig að ég ætla bara að segja frá helginni minni sem var frábær, í alla staði mjög skemmtileg og langt í frá því að einkennast af einmannaleika :)
Þetta byrjaði allt í rauninni á fimmtudagskvöldið, stelpufundur var upp í kirkju kl 7 að þessu sinni og áttum við allar að koma með eitthvað á hlaðborð. Það eina sem mér datt í hug var að búa til kartöflugratín, vildi koma með heitan rétt fyrst þetta var um kvöldmatarleitið. (Ekki spyrja mig af hverju mér datt ekkert annað í hug)
Á meðan ég man þá var þetta á sumardaginn fyrsta. Flestir voru í fríi en ég asnaðist til að spyrja verlsunarstjórann daginn áður hvort ég ætti að vinna og auðvitað greip hann mig glóðvolga þar sem ég eiginlega bauðst til þess að vinna á sumardaginn fyrsta!! En það var svo sem allt í lagi, var voða lítið á kassa, hjálpaði aðeins til í grænmetinu en var annars mest í ostunum (fylla á ostakælinn). Ég átti fyrst bara að vinna hálfan daginn, til svona eitt, tvö. En nei einn strákur sem átti að mæta kl 12 mætti ekki þannig að það vantaði manneskju til að leysa af á kassa, þannig að ég vann til þrjú. Fór heim og bjó til kartöflugratín og hafði mig til fyrir stelpuhópinn.
Ok ég ætla ekki alveg að rekja allt sem gerðist um helgina hjá mér, reyni að segja mest frá aðalatriðunum. Alla veganna upp í kirkju þá mættu strákarnir líka, þeir voru víst að fá Friðrik prestinn til að tala til þeirra. Og svo kom hópur af Hollendingum í heimsókn. Byrjað var að fá sér smá snarl. Síðan fóru strákarnir í salinn og við stelpurnar fórum í setustofuna, erum búnar að eigna okkur hana eins og Ívar sagði ;) Tinna töff talaði til okkar, um Guðs reglur og að ef við förum eftir þeim þá líður okkur vel, og margt fleira. Eftir á var spjallað og fengið sér ís :)
Föstdagskvöldið var ekki samkoma upp í kirkju eins og venjulega heldur fórum við niðri í KFUM&KFUK, þar sem var samkoma(kynning á lofgjörðarmótinu sem var um helgina). Lofgjörðarhljómsveitin Mike Hohnholz Band kom fram og Halldór Lárusson prédíkaði. Hann talaði um það sem er mikilvægast um lofgjörðina, hvernig við lítum á Guð og hvernig hann lítur á okkur. Þegar við lofum Guð erum við í nærveru hans. Hann talaði líka um margt annað sem tengdist lofgjörðinni. Eftir samkomuna fórum við(hópurinn úr Kristkirkjunni) ásamt hljómsveitinni niðri í bæ á Nonnabita. En ég og Ásta fengum okkur pylsu á Bæjarins bestu. Síðan var partý heima hjá nýja stráknum, honum Arnari. Ekki alvöru partý samt, heldur saumaklúbbur eins og Kiddi kallar okkar partý
Hljómsveitin hélt síðan tónleikar á laugardagskvöldinu. Ég hafði aldrei áður heyrt um þessa hljómsveit en mér fannst tónleikarnir frábærir. Ásta tók frá sæti fyrir mig og við vorum fremstar! :) Guðrún komst því miður ekki vegna þess að hún var að fara á MH leiksýninguna. Hljómsveitin spilaði bæði þeirra eigin lög og önnur vinsæl lög sem maður kannaðist við og þá sungum við með. Eftir tónleikanna fór hópurinn og hljómsveitin í keilu! Þar sem ég hef ekki farið í keilu í mörg ár, þá vildi ég ekki líta út eins og allgjör hálfviti þannig að ég horfði bara á. En það var samt gaman. Svo fóru flestir í afmæli hjá tveimur strákum úr Fíló, þeim Steindóri og Eyþóri. Og þar sem þetta var rétt hjá mér kíkti ég við á leiðinni heim.
Á sunnudaginn fór ég á lokasamkomuna á mótinu, það var sungið mikið og hljómsveitin komu aftur fram. Síðan gaf einn meðlimur hljómsveitarinnar vitnisburð sinn.
Eftir kvöldmat fór ég svo í stutta heimsókn til Arndísar.
Þetta var mín skemmtilegasta helgi lengi, og bætti upp páskafríið :)
13 Substitute for Egg in Box Cake Mix
1 year ago
No comments:
Post a Comment