Wednesday, April 12, 2006




Ég er komin í páskafrí! Þarf ekki að vinna um páskana, það verður fínt að geta sofið út í nokkra daga :-) Hlakka til að taka því bara rólega, hitti vinina og svona. Hlakka líka til að fá páskaegg! Ætla að borða það án þess að vera með samviskubit og vona bara að ég verði ekki veik. Dýrin fá líka páskaegg eins og þessi fílsungi :-)


Frábærar fréttir, ég er að fara í útskriftarferð með fjölskyldunni til Spánar!! Fyrsta sinn sem ég mun fara til sólarlanda! Hlakka ekkert smá til, pabbi og mamma voru bara að kaupa miðana í dag :-) Ég lærði spænsku í eina önn og núna er málið bara að rifja það upp, er enn þá með bækurnar. Skemmtilegra að geta sagt eitthvað á spænsku ;-). Við verðum í heilar tvær vikur!

Er búin að sækja um í háskóla í Gautaborg, ætla að læra líffræði ef ég kemst inn. En ég fæ ekki að vita það fyrr en eftir þrjá mánuði! Frekar langur tími :S Við förum líklegast til Svíþjóðar í júlí.

1 comment:

Anonymous said...

já það eru spennandi tímar framundan hjá þér :)