Thursday, July 13, 2006


Eins og venjulega þá er ég ekkert dugleg að blogga.

Spánn var æðislegur. Við fengum gott hús, með sólþaki og aðgang að sameiginlegri sundlaug sem var mjög flott. Við fengum reyndar ekki frábært veður fyrri vikuna en seinna vikan var frábær. Hitinn var á bilinu 25-30°C. Við fórum í marga bíltúra og skoðuðum umhverfið. Sáum margt, eins og pálmatré, geitahirðir með hjörðina sína, flamingo fugla, akrar af sítrónutrjám og fleira. Einn daginn fórum við til Benidorm, ég og Elísabet fórum í dýragarðinn þar. Mér fannst rosalega gaman á Spáni og langaði ekkert heim, í kuldan og rigninguna. Hittum ekki mikið af Spánverjum vegna þess að á svæðinu þar sem við vorum, voru aðallega Englendingar.

Á morgun er síðasti dagurinn minn í vinnunni. Er frekar spennt. Í dag eru fjögur ár síðan ég byrjaði. Er að hætta núna vegna þess að eldsnemma á mándaginn fer ég til Svíþjóðar!! :-) Flýg til Stokkhólms, verð þar næstum 10 daga, síðan tek ég lest til Gautaborgar og verð þar í um viku og flýg heim 2. ágúst. Verð fyrst hjá “sænsku foreldrum” mínum, hitti gamla bekkjarfélaga og kunningja. Síðan í Gautaborg verð ég hjá bestu vinkonu mömmu og hitti vinkona mína. Hlakka ekkert smá til.

2 comments:

Anonymous said...

Hæ vona að það sé gaman hjá þér þarna úti sá í blaðinu að það væri 30 stiga hiti í Stokkhólmi. Allavega ætlaði bara að segja að ég sakna þín. En hey það verður geggjað stuð hjá okkur þegar þú kemur heim þessa 2 daga áður en ég fer til Ítalíu;)

Guðrún og Ragnar said...

Ef þú ferð ekki að blogga bráðum þá fer maður að gefast upp á að kíkja á þessa síðu! (það er ekkert eins og þetta komi úr hörðustu átt *hóst* *hóst*)